Færsluflokkur: Bloggar
6.6.2016 | 11:10
Íþróttir, Sund og Leikir
Sund
í sundi var ég að taka mörg próf í sundi til þess að athuga hvort við værum að bæta okkur eða ekki ég ætla að nefna nokkur próf sem ég tók Kafpróf,tímataka og björgunarsund ég hef bætt mig smá síðan í fyrra. Mér fannst ekki gaman því það var leiðinlegt að bara að synda og taka nokkur próf.
Íþróttir
Í íþróttum var ég að taka próf en stundum var frjálst eða leikir við tókum próf og ég bætti mig mikið eins og í bíbtest og Eyjólfur var ánægður því ég bætti mig mikið.Mér fannst gaman í Íþróttum því við fengum frjálst og ég var að bæta mig mikið.Ég lærði að það skiptir mestu að bæta sig.
Leikir
í leikjum var bara frjalst en við fórum oft í leiki sem allir þyrftu að taka þátt í eins og brennó Kílo skotbolti og Stinger. mér fannst bara gaman í leikjum því það var alltaf frjálst og ég fór oftast í fótbolta. Ég lærði ekki neitt því okkur var ekki neitt kennt í leikjum.
Bloggar | Breytt 2.6.2016 kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2016 | 11:59
Enska
Unique placies
Í ensku hef ég verið að gera verkefni um einstaka staði á Íslandi ég átti að lesa bók og þar stóð um nokkra frægustu staði á landinu en ég þyrfti að gera glogster um þrjá staði sem voru ekki í bókinni svo fyrst skrifaði ég inn á word skjal og fékk upplýsingar inn á wikipedia svo lét ég fara yfir þegar ég var búinn þá fór ég inn á glogster og skrifaði textana og fann svo myndir og bakrunn inná glogster. Mér fannst verkefnið skemmtilegt því það var gaman að vinna í glogster. Ég lærði að Hekla er 1.666 metrar á hæð og er sjöþúsund ára gamalt.
Hér geturðu séð verkefnið mitt
Úlfljótsvatn
Þegar ég kom frá úlfljótsvatni þá þurfti ég að skrifa í stílabók hvað ég gerði það var hámark ein blaðsíða ég gerði eina og hálfa blaðsíðu svo lagaði ég og las svo inn á ipadinn. Mér fannst gaman að gera þetta því að þetta var stutt verkefni. Ég lærði ekki neitt því að ég var að skrifa um eitthvað sem ég vissi áður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2016 | 09:48
Íslenska
Ritun
Í ritun var ég að skrifa um jarl sem hét Ásgrímur sem er búinn að missa heimilið og reynir að ná því aftur. mér fannst ekki gaman að gera ritun því oftast veit maður ekki hvað maður á að skrifa um. Ég lærði að flestu góðu sögurnar eru skýrar og segja frá mörgum smáatriðum.
Bókagagnrýni Galdrastaf og græn augu
Í Íslensku hef ég verið að lesa bókina Galdrastaf og græn augu. Bókin snýst um strák sem er fjórtan ára og er fæddur árið 1983 og fer í bíltúr með foreldrum sínum og finnur dularfullan stein og fer svo til fortíðar til ársins 1713 þar kynnist hann stelpu sem hann verður skotinn í og hann kynnist þjóðsagna persónu hann kynnist lífinu í gamla daga og reynir að komast aftur
Mér finnst bókin fræðandi og skemmtileg því fyrst þegar að ég sá hana þá fannst mér hún ekki líta spennandi út en þegar ég las hana þá var hún mjög góð hún segir þér hvernig fólk lifði á 18 öld t.d hvernig fólk hagaði sér hvað það át og hvað hjá trúar fullt það var t.d það mátti ekki seta sokkana sína undir kodda því þá geturðu mist minnið og skórnir þurftu alltaf að snúa í sömu átt annars gæti djöfullinn komið og að lokum ef þú barðir á dyr seint um kvöld þá þyrftir þú að segja hér ber Guð á dyr
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2016 | 14:08
Stærðfræði 2015 = 2016
Garðurinn
Ég byrjaði á að fá uppkastar blað og byrjaði að gera minn eiginn garð ég fékk leiðbeiningar til þess að sjá hversu hlutirnir þyrftu að vera stórir til dæmis blaðið miðað við blaðið þegar ég var búinn fékk A3 blað og vandaði mig svo litaði ég alla hlutinna. Ég lærði hvernig maður gerir hlutföll. Ég var veikur í tvo tíma og náði að klára þetta verkefni í þriðja og seinasta tímanum enn mér gekk samt vel. Mér fannst þetta verkefni skemmtilegt því að mér finnst gamann að teikna og lita.
Upplestur
Í stærðfræði var ég að gera verkefni um almenn brot og prósent. Fyrst fékk ég blað um hvað ég mátti gera eða lesa upp en lámarkið var að hafa sex litla kafla sem voru úr stórum kafla svo ég tók uppkastar blað og byrjaði að skrifa uppkast þegar ég var búinn skrifaði ég á blað og byrjaði að æfa svo las ég upp á ipadinn. Mér fannst leiðinlegt að gera þetta verkefni því í staðin fyrir að skilja stærðfræði þarf ég að útskýra hana. ég lærði að það þarf að vera skiljanlegt ef þú ætlar að útskýra stærðfræði
Bloggar | Breytt 1.6.2016 kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2016 | 13:57
Bókagagngrýni setuliðið
Ég las bókina setuliðið eftir Ragnar Gíslason. mér fannst bókin skemmtileg, spennandi og fræðandi um seinni heimstyrjuöldina á Íslandi. Það var mikill draugagangur og spenna í þessari bók sem gerði þessa bók mjög skemmtilega og höfundurinn náði að gera mikla sögu um hermenni sem námu hér á land.
Mér finnst að bókin ætti að vera aðeins lengri.
Boðskapur bókarinnar er sá að segja satt og ljúga ekki því það mun einhvern tímann komast upp um allt og að fyrirgefa aðra og taka ábyrgð á hlutum sem maður gerir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2015 | 11:56
Náttúrufræði
Spörfuglar
Ég byrjaði með því að fara á fuglavefinn og fann þar upplýsingar um Spörfugla hér á landi ég fór inná Power point og byrjaði að skrifa um einkenni Spörfugla svo Fékk ég frjálst að velja um hvaða fugl ég vildi læra um. Ég lærði um að 60 prósent af öllum fuglum jarðar væru Spörfuglar. Mér fannst verkefnið skemmtilegt því að ég hef mikinn áhuga af dýrum
Smelltu hér til að sjá verkefnið mitt
Mannslíkaminn
Í Náttúrufræði hef ég verið að læra um mannslíkamann og um öll líffærin ég gerði svo krossgátu um hvern kafla svo fór ég í hópa verkefni minn hópur teiknaði líffæri og safnaði upplýsingum ég teiknaði heila og nýru þegar ég var búinn þá setti ég það á teiknaðan líkama svo byrjaði ég að hjálpa við að klára annan teiknaðan líkama. Mér fanst alveg ágætt þegar ég var að læra um heilan og gera krossgátuna en það var skemmtilegast að teikna. ég lærði margt eins og húðin er stæersta líffærið og hjartað er svipað stórt og hnefinn þinn.
Bloggar | Breytt 6.6.2016 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2015 | 11:44
Samfélagsfræði
Staðreyndir um Evrópu
Ég byrjaði að svara spurningum og skrifaði það niður blað þegar að ég var búinn fór ég í Word og setti allar upplýsingarnar í tölvuna síðan fór á Google og fann myndir sem pössuðu við textan. Ég lærði margt í þessu verkefni til dæmis að Volga væri lengsta á Evrópu og 3700 km á lengd líka að Elbrus væri hæsta fjall Evrópu .Mér fannst verkefnið bæði fræðandi og skemmtilegt því að mér hefur alltaf langað til þess að læra um Evrópu.
Hér geturðu séð verkefnið mitt
Búddaritgerð
í trúarbragðarfræði lærði ég um Búdda og gerði síðan ritgerð.Ritunin var lámark þúsund orð sem þýðir að þetta er löng ritgerð. Ég lærði margt um Búdda sem ég vissi ekki áður t.d hann var meinlæta maður og hann gat hjálpað fólki sem hafði mist einhvern eða var veikt, líka um hvrenig trúin brieddist um fljótt.mér fannst leiðinlegt að gera ritgerðina því ég þyrfti að skrifa svo mikið en samt var ekki leiðinlegt að fræðast um hann.
Hér geturðu séð ritgerðina mína
Verkefni Tyrkjarán og Setuliðið
Í setuliðinu og í Tyrkjaráninu fékk ég bækling um verkefni sem ég gat valið til þess að gera t.d teiknaðu Wyllis jeppa og að semja kvæði eða ljóð og í Tyrkjaráninu myndasögu og fullt af öðrum verkefnum. Ég lærði að Ísland var stór hluti af bardaganum um Atlantshafið og í Tyrkjaráninu lærði ég að ræningjar frá Alsír komu og rændu fólki út um allt land eins og austfirðir, Vestmannaeyjar, Grindavík og bessastaði. mér fannst ekki gaman að gera verkefni eftir bæklingi en það var sorglegt þegar það var sagt okkur frá Tyrkjaráninu því sumir sáu aldrei foreldra sína aftur.
Tyrkjaráns leikritið
Í Samfélagsfræði er ég búinn að vera að gera leikrit um Tyrkjránið. Ég fékk handrit sem sagði mér hvað ég átti að segja svo ég for svo í sal að æfa þegar ég var búinn þá fékk ég að fara í búning svo eftir að ég var búinn að æfa var leikritið sýnd handa foreldrum og líka þriðja, fjórða og sjötta bekk. Mér fannst leikritið skemmtilegt og ég lærði að fátt fólk kommts til baka.
Bloggar | Breytt 31.5.2016 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust